Almenningur dæmir um það sem er siðlaust en dómstólar um lögmæti

Það má vera að almenningur sé orðinn nokkuð pirraður á risavöxnum fjármálaglæpum sem allir vita að voru framdir bankakerfinu í aðdraganda bankahrunsins í skollaleik með hlutabréf í bönkunum og í stórum hlutafélögum og að sá pirringur skýri að eu leyti umræðuna og kröfu almennings um að meintir brotamenn verði sekir fundnir og dæmdir.

Hvar sem er í heiminum er alvanalegt að fjalla um stóra glæpi og grunaða sakborninga og spyrja má hvort ástæða sé til þess nú að hlífa meintum  brotamönnum við umfjöllun frekar en oft áður ?  Það gera flestir skýran greinarmun á meintum sakborningum og þeim sem eru sekir fundnir. Takist ekki að sanna sekt sakborninga þá hreinsast menn venjulega og umfjöllun hættir. Nefna má sem dæmi morðið á leigubílstjóra hér á áttunda áratugnum. Einn maður var í því máli grunaður um morðið og mátti þola umfjöllun um málið en sekt hans var aldrei sönnuð af einhverjum ástæðum og málið gleymdist og umfjöllunin hætti að mestu.

Þegar glæpurinn er risavaxinn eins og flest þau mál sem nú eru til meðhöndlunar sem tengjast hinum föllnu bönkum þá findist mér einkennilegt ef umfjöllun um þau mál í fjölmiðlum yrði bönnuð. Það er fátt eitt á huldu um aðferðirnar  sem notaðar voru til að skrúfa upp gengi hlutabréfa eða að bankarnir lánuðu völdum einstaklingum án trygginga og afleiðingar allra þessara kúnsta blasa nú við hverjum manni. Er þetta ekki fréttnæmt og má ekki fjalla um meinta gerendur í öllum þessum svindlmálum sem samanlagt er það stærsta í Islandssögunni ? Ef lögin eru óskýr og þolendum í hag og ekki tekst að sanna sekt meinta brotaþola þá hverfur glæpurinn ekki eða afleiðingar hans og verður eftir sem áður af almenningi talinn siðlaus.

Dómstólar ráða ekki yfir hugsunum fólks. Í mörgum tilfellum geta dómar hreinsað menn sem eru sökum bornir en svo eru líka til mál sem almenningur hefur sterka skoðun á og þarf ekki endilega að vera á pari með niðurstöðu dómstóla. Á að banna almenningi að hafa skoðun á málum eða réttinn til að tjá skoðanir sínar um þau mál ? Ég sé ekki ástæðu til að hefta tjáningarfrelsið jafnvel þótt miklir auðmenn eigi í hlut eða að verjendur þeirra séu háttlaunaðir stjörnulögmenn.


mbl.is Segja mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband