Tökum upp annað form en verkfallsvopnið

Við kjósum flokka í alþingiskosningum til að stjórna landinu þannig að kjör fólksins í landinu verði bæði sanngjörn, réttlát og sem best. Verkföll stéttarfélaga geta hins vegar skekkt myndina og farið með afkomu þjóðarbúsins algjörlega á rangan veg þannig að allir tapa. Mér finnst að það eigi að finna annað fyrirkomulag á launakjörum starfsstétta en að byggja það á verkbönnum atvinnurekenda  eða verkföllum starfsstétta. Það á að leggja niður verkfallsvopnið og lægstu launataxtar eiga að vera yfir viðmiðum um lágmarksframfærslu. Hæstu  laun stjórnenda eiga ekki að vera hærri en þreföld meðallaun. Til hvers erum við að kjósa fulltrúa okkar í alþingiskosningum  til að stjórna ef þeir hafa ekki tögl og haldir um hvernig kjör almennings eru. Viljum við að það hægist á öllu hagkerfinu og það séu stéttarfélögin sem ráði för ?  Ég segi nei, ég vil finna annað fyrirkomulag en verkfallsfyrirkomulag til að skapa réttlátara þjóðfélag. Það tapa allir á verkföllum þar sem kröfurnar taka oftast ekki mið af framleiðni og afkomu þjóðarbúsins.  


mbl.is Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski liggur vandinn í því að í stað þess að fólk semji sjálft um kaup sín og kjör séu það einhver heildarsamtök sem semja fyrir alla. Niðurstaðan er nefnilega sú að langflestir eru ekki á taxtalaununum sem samið er um heldur semja þeir sjálfir við sína vinnuveitendur. Spurningin er því hvort sá fámenni hópur sem nú er á taxtalaunum geti ekki bara einfaldlega samið þannig líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband