Breytum aðferðafræðinni við að finna út sanngjörn laun

Ég er talsmaður þess að við breytum um aðferðafræði og leggjum niður lög um verkföll og vinnustöðvun. Í staðinn tökum við upp fyrirkomulag þar sem kjörnir fulltrúar almennings í landinu  kjósa launanefnd sem ákveði laun starfsstétta þegar aðilar vinnumarkaðarins geta ekki komið sér saman um kaup og kjör.

Það gengur hreinlega ekki að einstök stéttarfélög eða samstarf þeirra geti sett allt þjóðfélagið í uppnám og það gengur heldur ekki að launataxtar séu langt undir viðmiðunarmörkum um lágmarksframfærslu. Svo er einnig óásættanlegt að hópar í þjóðfélaginu geti skammtað sér ótakmörkuð laun því það eykur á misrétti og skapar ójafnvægi í samfélaginu.

Þeir sem eru kjörnir til að stjórna landinu og eru valdir til að stuðla að bættum kjörum allra landsmanna eiga að hafa vald og fullan rétt til þess. Verkfallsvopnið ógnar stöðugleika í þjóðfélaginu og þó stéttarfélögin hafi haft það í sinni verkfærakistu þá hefur það ekki komið í veg fyrir þau kröppu kjör sem sumt fullvinnandi fólk þarf að búa við.

Við þurfum að vera opin fyrir nýrri hugsun og þora að breyta. Stríð eru aldrei til bóta. Sameinumst um að jafna kjörin í þessu landi með hjálp kjörinna fulltrúa en ekki með stríði sem hægir á hagvexti þjóðarbúsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum þar sem allir tapa.  


mbl.is Embættið ber ekki ábyrgð á deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband