Ég fagna þessari grein og bíð spenntur eftur frekari skrifum morgunblaðsins um liðskiptaaðgerðir.Það er orðið nokkuð algengt að fólk á efri árum þurfi að fara í liðskiptaaðgerðir á mjöðm eða hnjám og mikilvægt að biðtíminn eftir slíkum aðgerðum verði ekki langur því oftar en ekki eru þeir sem þurfa slikar aðgerðir hreyfihamlaðir að hluta eða að mestu leyti. Í stóli heilbrigðisráðherra situr kona sem hefur þá pólitík að byggja ekki frekar undir heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga utan opinberra stofnana og er alfarið á móti því að sérhæfð læknisverk á borð við liðskiptaaðgerðir séu framkvæmdar af einkareknum stofum hér á landi. Með þessari skoðun sinni ber hún ábyrgð á því að auka á þjáningu fjölda fólks sem nauðsynlega þarf að komast í slíkar aðgerðir eins fljótt og kostur er. Biðtíminn eftir aðgerð hér á landi telst í árum en hægt væri að stytta biðtímann umtalsvert og fækka á biðlistum ef sérfræðingar á eigin stofum hér á landi væru samþykktir og fengju samning við Sjúkratryggingar Íslands.
Samkvæmt kerfinu í dag geta þeir sem fjármagn hafa lagt út fyrir kostnaði við að sækja þessa þjónustu erlendis þar sem Sjúkratryggingar styrkja slíkar aðgerðir án tillits til rekstrarforms þeirra sem framkvæma aðgerðirnar erlendis. Aðeins er gerð sú krafa að það séu ekki íslenskir aðilar í einkareknum félögum sem framkvæma aðgerðirnar.
Pólitík heilbrigðisráðherra er því kostnaðarauki fyrir ríkið samkvæmt blaðagreininni hér fyrir ofan og skerðir lífsgæði fólks á efri árum því mikill fjöldi þeirra sem þurfa á liðskiptaaðgerðum að halda er komið af launamarkaði og getur ekki lagt út fyrir kostnaði erlendis eða tekist á við það óhagræði sem flutningur hreyfihamlaða í langt ferðalags útheimtir.
Mér finnst mikilvægt að byggja upp gott heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er vel rekið og stuðlar að því að sem flestir geti notið þjónustunnar án langra biðlista eftir sérhæfðum læknisverkum. Rekstrarform þeirra sem bjóða upp á liðskiptaaðgerðir eiga ekki að koma í veg fyrir að fólk geti notið þeirrar þjónustu sem slíkir aðilar geta boðið.
Ég velti fyrir mér af hvaða rótum er stjórnmálaskoðun sem eykur á þjáningu þeirra sem þurfa á bráðri læknisþjónustu að halda ? Ekki er þetta sjónarmið um sparnað, gæði eða skilvirkni. Hvað er það sem er þá drifkraftur þessarar afstöðu heilbrigðisráðherra ? Ég skrifaði föður heilbrigðisráðherra sem er einn af fésbókarvinum mínum og sagði honum frá löngum biðlistum og hvort hann gæti ekki hlutast til um að kippa þessum málum í lag. Hann svaraði mér, hann má eiga það en það var fátt um úrbætur.
Gamli verkurinn loks farinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenaer hefur sósíalismi andskotans aukid lífsgaedi annara en theirra sem med völdin fara? Hvernig málum er nú háttad vardandi lidskiptaadgerdir er med thvílíkum ólíkindum ad engum ödrum en gegnsýrdum kommúnistum dytti í hug ad láta thetta vidgangast. Heilbrigdisrádherra aetti ad skammast sín.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 6.4.2019 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.